Ísprautun

Ísprautun með fylliefnum eins og Restyline og Juvedern er áhrifarík og náttúruleg fegrunarmeðferð.

Sem dæmi um notkun má nefna að hægt er að slétta úr línum og hrukkum, bæta í varir, móta kinnbein og fylla upp í ör í andliti. Fylliefni eru vinsæl meðferð þar sem árangurinn er sjáanlegur strax, yfirbragð verður frísklegra og ferskara, aukaverkanir eru mjög sjaldgæfar og batatíminn stuttur.

Image

Fylliefni

HVERJIR ERU KOSTIR OG ÓKOSTIR FYLLIEFNA?

Kostirnir eru þeir að meðferðin tekur ekki langan tíma. Eins er möguleiki á deyfingu fyrir meðferð sé þess óskað. Árangurinn er sjáanlegur strax og batatíminn er mjög stuttur. Yfirbragð verður ferskara en þó ekki gervilegt og skjólstæðingar hafa talað um að þeir líti út fyrir að vera mun úthvíldari.

Ókostirnir eru að árangurinn er ekki varanlegur og meðferðir þarf að endurtaka reglulega. Meðferðirnar endast í u.þ.b. í 6-12 mánuði og þá má endurtaka þær. Fylliefni í varir þarf yfirleitt að endurtaka á 6 mánaða fresti. Eins getur mar komið fram á viðkvæmum svæðum, sem og bólga.

Image

HVENÆR Á ÞESSI MEÐFERÐ VIÐ?

  • Þegar lóðréttar hrukkur á enni eru sýnilegar þegar hleypt er í brýrnar.
  • Þegar sýnilegar línur eru í kringum munn.
  • Þegar kjálki, kinnar eða varir hafa misst fyllingu sína.
  • Þegar unglingabólur eða sár hafa skilið eftir sig ör í andliti.