ROSE DE MER

Rose De Mer er 100% náttúruleg og fagleg húðflögnunarmeðferð sem er hönnuð til að yngja húðina, gera hana heilbrigða svo hún líti vel út.

Með nýstárlegri samsetningu sjávarplanta, steinefna, salta, vítamína og þörunga, tekur RDM á ýmsum húðsjúkdómum og hentar fyrir margs konar húðgerðir og aldur.

Á öruggan máta kveikir þessi meðferð á keðjuverkun frumuskipta og tryggir hámarks bólgueyðandi vörn og minnkun á öldrunarblettum á skömmum tíma. Kröftug náttúruleg innihaldsefnin sem bætt er í formúlurnar hámarka ávinning meðferðarinnar.

Image

ROSEDEMER róar húðvanda, slakar á olíuframleiðslu og lagar skemmdir, sem leiðir til endurhæfðra og bættra húðgæða. T.d hafa viðskiptavinir mínir með húðslit gömul og ný með teigðri húð verið himinlifandi ánægðar með árangurinn eftir 1-4 skipti.

Verð eitt svæði 49.000.- stærð svæðis á við t.d magasvæði. 30% afsl er á öllum skiptum eða svæðum eftir það.

Innifalið í meðferðinni er fyrsta skoðun, Rose de Mer fyrsta koma, vörur til að nota heima næstu 10 daga, Unstress hreinsun og rakamaskameðferð og húðin hefur tekið stakkaskiptum.


VANDAMÁLIÐ

Yngri, heilbrigðar húðfrumur endurnýjast á 21 til 28 daga fresti. Þetta ferli seinkar eða stöðvast þegar við eldumst eða ef húðin er skemmd. Of mikið húðlag hindrar náttúrulega framleiðslu raka, fangar bakteríur og umfram melanín og veldur ýmsum húðsjúkdómum.

Lausnin okkar

Örugg og vísindalega prófuð, ROSEDEMER nær árangursríkri húðflögnun, ólíkt öðrum þekktum efnafræðilegum meðferðum sem ganga mjög nær húðinni. ROSEDEMER stuðlar að auðveldri afrennsli.

Nuddun sjósílikata inn í húðina veldur örsmáum rispum og hvetur til náttúrulegrar endurnýjunar án nokkurra óæskilegra aukaverkana. Ólíkt flestum þeim meðferðar valkostum sem okkur býðst stýrir ROSEDEMER hraða og dýpi með mismunandi þrýstingi þegar jutrunum er nuddað í húðina.

Í kjölfar flögunarferlisins er fyllt á raka lónið, kollagen trefjar lagfærðir og styrktir, sem leiðir til heildar bættrar uppbyggingar á allri húðþekjunni. ROSEDEMER undirbýr húðina fyrir ákjósanlegt frásog virkra innihaldsefna.

Meðferðina er hægt að nota samhliða öðrum faglegum meðferðum sem miða að sérstökum húðsjúkdómum eins og unglingabólum, örum eftir bólur, litablettum og öldrun húðar, sem veldur því að saman vinna þær hraðar, á áhrifaríkari hátt og tryggja að árangurinn sem næst er langvarandi.