MicroNDL tattoo

  • MicroNDL tattoo er varanleg förðun á augabrúnir og er gömul japönsk tækni sem hefur verið notuð í marga áratugi.
  • Notað er handtól með örfínum nálum til að gera mjóar línur sem líkjast má hári. Farið er grynnra í húðina en venjulegt tattoo.
  • Farið er milli háranna til að þykkja og móta augabrúnina.
    Ef lítið er af hárum fyrir þá eru gerðar fleiri línur til að byggja upp augabrúnina og gera hana sem náttúrulegasta.
Image


Er microNDL tattoo fyrir alla?

Já. Meðferðin er fyrir bæði kynin, konur og karla, og þarf að vera orðin 18 ára. Hentar sérstaklega vel fyrir fólk sem hefur lítið af hárum í augabrúnunum, eða engin hár. Einnig hentug þeim sem vilja fá mótun á augabrúnirnar, stunda mikið af íþróttum, sjá illa eða vilja spara sér 10-15 mínútur á dag að teikna þær upp. Ef þú ert með feita húð á meðferðasvæðinu þá er mælt með að nota tattoo vél frekar en microblade tækni til að gera augabrúnir.
Image